Skip to content

Latest commit

 

History

History
52 lines (45 loc) · 1.11 KB

kvaedi-page-3.md

File metadata and controls

52 lines (45 loc) · 1.11 KB

Umbreytingin.

Gleði öll,
unaðar stund,
óðum flýr,
skuggi kær
mörgum sinnum, þá svífur á braut,
svölum þæga vor andi hlaut,
:,: í því hann færðist fjær.:,:

Huggun þá
huganum því
heimur tjer:
fallvalt hvað
kemur og fer, það er fjær oss og nær,
fyrnist þetta, en bráðlega grær
:,: rós í rósar stað. :,:

Er því ei
unaðar spell
lokið leik
ljúfum sjá,
sama og sama því sjónina lýr,
svölum enga það huganum býr,
:,: er fer ei til nje frá.:,:

Æ vill önd
annað og nýtt,
áfram ber
gjörvallt lif;
stendur ei neitt í stað, sem að á
stunda heimur, og skiptist þar á
:,: sorg og sæla rif. :,:

Framför öll,
fagnaðar stoð,
frelsis sól,
menntun sæl—
breytingu' eflir og elur með sjer,
eilif framför því breytingin er—
:,: hopar villa' á hæl. :,:
Sannleik þann
sjáum þá vjer
sjerhvað eitt
birta, að
breyting ein er í heiminum hjer,
er hlýðir allt, og þá líka vjer—
:,: stendur það eitt í stað. :,:

Page 3 of 5
Go to page 4 of Kvæði