Skip to content

Latest commit

 

History

History
33 lines (27 loc) · 854 Bytes

kvaedi-page-4.md

File metadata and controls

33 lines (27 loc) · 854 Bytes

Fyrir gleðileikinn.

Eins og elding sem flýr,
eða dagroði hýr
öll er gleði, þá daprast ei hún;
skulu' ei dvali eða dá,
skulu' ei deyfðar ský grá
dimmu vefja' hennar ljósfögru brún.

Þar sem fagnaðar blær
friðar anda sinn ljær
fæðir ellihrím sólvakin blóm,
fjör þar flýgur úr draum
fram í háværan glaum,
færist þögnin í drynjandi hljóm.

Hjer býr glaumur og fjör,
hjer býr glaðværðin ör,
af oss hristir hún skammdegis blund;
en hún flýr burt svo fljótt,
felur glampa sinn skjótt,
fjötri skoðun því hraðfleyga stund!

Sjeuð velkomnir þjer,
sem að kölluðum vjer,
saklauss unaðar njótið oss hjá!
Ljúfu launað er þá,
megi leikheimur sjá
ljúma gleðina heyrendum á.

Page 4 of 5
Page 5